8.6.2007 | 00:40
Anna sötraði kaffið ein....
...og gluggaði í Moggann á Bláu könnunni síðasta laugardag. Hún sönglaði lofsöng til sólarinnar á Ítölsku "O sole mio" í góða veðrinu og vissi að allir væru uppteknir við annað þá stundina en að skjótast á kaffihús. Hún var sem sagt eini fulltrúi VITA sem mætti í laugardags espressoið á Bláu könnunni og gerði nú ekki stórmál úr því. Við ákváðum því vegna dræmrar mætingar að laugardagskaffihúsaspjallið væri núna komið í sumarfrí þar til annað verður ákveðið.
Njótum endilega veðurblíðunnar meðan hún býðst okkur hér á norðurhjara.
Kveðjur, Inga R
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Alltaf gott að sötra kaffi, en ég náði ekki að komast síðast - því miður. -- Bíð enn eftir einhvers konar staðfestingu til mín á email varðandi félagatal og svona ... Góða helgi!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.