22.5.2007 | 22:54
Góður aðalfundur
Við vorum mjög ánægð með vitökur og mætingu á aðalfund félagsins í Borgarbíói á föstudaginn. Um það bil 20 manns mættu og hlýddu á skýrslu stjórnar og frásagnir. Friðrik Valur var gestafyrirlesari og flutti líflega og skemmtilega frásögn. Boðið var upp á léttar veitingar og bíósýningu á eftir.
Allt tókst þetta vel og nokkrir félagar drifu sig í ítalska veislu hjá Friðriki V að lokinni bíómynd.
Ný stjórn sem kynnt var á fundinum mun taka til starfa á næstunni.
Við hvetjum ykkur til að skrifa í gestabók eða skrifa athugasemdir á síðuna, sem mun vonandi þroskast á næstu vikum.
Kveðjur frá stjórn. I.R.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.