23.6.2007 | 20:31
Vefslóđir til Ítalíu
Setti nokkrar vefslóđir í tenglalistann, sem ég vona ađ allir hafa gaman af ađ kíkja á. Ég á nokkrar slóđir í tölvunnin minni um gististađi í sveitum Toscana en ţađ er nú svo skrítiđ ađ margir sem eru ađ leigja sveitahús nota sínar eigin sér vefsíđur en tengjast ekki endilega inn á stćrri síđur, svo oft getur veriđ erfitt ađ finna sumar ţeirra.
Ţađ eru hinsvegar margar áhugaverđar slóđir sem tengjast menningu og tengslum landanna tveggja á síđunni hjá Maurizio sem vert er ađ skođa.
Vona ađ allir hafi ţađ sem best í sumarfríum vítt og breytt. Veit ađ nú eru ferđalangar frá Akureyri (Akureyrarkirkju) á ferđ um Ítalíu m.a. ađ heimsćkja Assisi í Umbríusýslu á Ítalíu.
F.h. stjórnar I.R.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 00:40
Anna sötrađi kaffiđ ein....
...og gluggađi í Moggann á Bláu könnunni síđasta laugardag. Hún sönglađi lofsöng til sólarinnar á Ítölsku "O sole mio" í góđa veđrinu og vissi ađ allir vćru uppteknir viđ annađ ţá stundina en ađ skjótast á kaffihús. Hún var sem sagt eini fulltrúi VITA sem mćtti í laugardags espressoiđ á Bláu könnunni og gerđi nú ekki stórmál úr ţví. Viđ ákváđum ţví vegna drćmrar mćtingar ađ laugardagskaffihúsaspjalliđ vćri núna komiđ í sumarfrí ţar til annađ verđur ákveđiđ.
Njótum endilega veđurblíđunnar međan hún býđst okkur hér á norđurhjara.
Kveđjur, Inga R
1.6.2007 | 14:02
Laugardags espresso
Ciao tutti. Minnum á laugardags kaffispjall á Bláu könnunni kl. 10 ţann 2. júní. (alltaf fyrsta laugardag í hverjum mánuđi). Vonandi mćta fleiri en seinast :)
22.5.2007 | 22:54
Góđur ađalfundur
Viđ vorum mjög ánćgđ međ vitökur og mćtingu á ađalfund félagsins í Borgarbíói á föstudaginn. Um ţađ bil 20 manns mćttu og hlýddu á skýrslu stjórnar og frásagnir. Friđrik Valur var gestafyrirlesari og flutti líflega og skemmtilega frásögn. Bođiđ var upp á léttar veitingar og bíósýningu á eftir.
Allt tókst ţetta vel og nokkrir félagar drifu sig í ítalska veislu hjá Friđriki V ađ lokinni bíómynd.
Ný stjórn sem kynnt var á fundinum mun taka til starfa á nćstunni.
Viđ hvetjum ykkur til ađ skrifa í gestabók eđa skrifa athugasemdir á síđuna, sem mun vonandi ţroskast á nćstu vikum.
Kveđjur frá stjórn. I.R.
15.5.2007 | 22:25
Ný bloggsíđa VITA, - Vinir Ítalíu -
Ciao tutti! Halló allir félagar og velunnarar VITA. Ţessi glćnýja bloggsíđa félagsins "Vinir Ítalíu" verđur opnuđ formlega ţann 18. maí 2007 á ađalfundi VITA sem haldinn er í anddyri Borgarbíós á Akureyri. Sá fundarstađur varđ fyrir valinu međ sérstakri skýrskotun til hinnar yndislegu ítölsku bíómyndar um "Cinema paradiso" í leikstjórn Giuseppe Tornatore. Myndin "Nuovo Cinema Paradiso" lýsir lífi fólks í smábć á Ítalíu á fyrri hluta síđustu aldar. Bíóiđ gegndi stóru hlutverki í lífi fólksins ţar sem allir hittust reglulega, ekki bara til ađ horfa á bíómynd, ţví ţar sló hjarta bćjarins og gleđi og sorgir bćjarbúa međ öllum sínum tilfinningastraumi leystust úr lćđingi í Cinema Paradiso.
Félagiđ VITA, Vinir Ítalíu var stofnađ ţann 29. apríl 2006 á Akureyri í tengslum viđ hátíđina "Ítalskt vor - La primavera" sem stóđ yfir á Akureyri dagana 29. apríl til 6. maí 2006. Ţessa daga var bođiđ upp á ýmsa menningartengda atburđi, svo sem tónlist, myndlist, fyrirlestra og fleira.
Stjórn VITA fyrsta starfsáriđ:
Anna Fr. Blöndal (stjórnarformađur)
Ingibjörg Ringsted (ritari)
Elín Margrét Hallgrímsdóttir (gjaldkeri)
Giorgio Baruchello (međstjórnandi)
Maurizio Tani (međstjórnandi)
Menning og listir | Breytt 16.5.2007 kl. 08:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)